h1

Meistaramánuðirinn

30 september, 2013
  • Ekkert nammi
  • Ekkert gos
  • Hreyfing amk 4 sinnum í viku (helst 5x)

Höfum þetta þokkalega raunhæft

Mögulegt svindl 12. október

h1

Markmið 2013

18 janúar, 2013
  • Prjóna lopapeysu (helst fyrir afmæli)
  • Hlaupa 10km undir 60 mín
  • Fara í utanlandsferð (verslunarferð, heimsókn til Dúnu)
  • Fara á eitthvað námskeið (endurmenntun)
  • Klára Bóbó Jólabangsa
h1

Er einhver hér?

9 mars, 2009

Þegar ég var upp á mitt besta var hér a.m.k. ein færsla viku , svo hrundu bankarnir og kreppan skall á og ég hef ekki haft hugmynd um hvað segja skal. Nú er hins vegar að birta til kella komin í fulla vinnu, nýkomin að norðan og Inga systir slagaði upp í þrjá tugi 6. mars. Hver getur kvartað þegar lífið er svona gott.

mfg

h1

Gleðilegt ár 2009

2 janúar, 2009

Bara engin færsla síðan í fyrra. Lífið hérna í Hlyngerðinu hefur verið með róglegasta móti undanfarið, ég og pabbi gamli erum „heimavinnandi“  og látum aðra um að vinna fyrir okkur. Jólin og áramótin voru mjög góð og alls engin kreppujól. Ég og Inga gáfum fínar jólagjafir sem hún borgaði enda vinnandi kona, fengum einnig mjög góðar gjafir. Takk fyrir. Áramótin voru einnig góð bara rógleg stemning frameftir nóttu og svo nýárskaffi daginn eftir.  Á nýju ári á svo að lifa heilsusamlegra lífi og framvegis verður aðeins borðað á sunnudögum til þess að ná þessum 1000L af jólaöli og 30kg af svínakjöti og öðru tilheyrandi í burtu.

mfg

h1

Laufa, laufa, laufa, laufa (syngist með vodafonelaginu)

16 desember, 2008

Já sælir kæru vinir og félagar, á sunnudaginn var framkvæmdur sá gjörningur í kotinu sem gjarnan er kenndur við laufabrauðsgerð. Að því tilefni hef ég ákveðið að setja nokkrar línur niður á blað eða tölvuskjá (ég er ennþá að testa nýju HP) um það hvernig þetta fór nú allt saman fram. Sökum samkvæmis sem heimilisfrúin hélt á föstudagskvöldið og vinnubókar skrifarans mikla var ekki byrjað að skera fyrr en seinni partinn eða um 3. Byrjaði sú sem hér  ritar á því að skreppa út í búð og kaupa blandað malt og appelsín og e-ð með því.

Þar sem um var að ræða 80 kökur og við vorum fjögur tókst einhverjum snillingnum (aka Inga) að finna út að það væru 20 á mann.  Heimilisfaðirinn gaf það samt í skyn að hann myndi halda áfram að skera þar til allt yrði búið 🙂 (klappa hér). Þegar ég var búin að skera út fjórar kökur (af 20) fann sami snillingurinn  út að þá væru  18 stk eftir…ehem… hljómaði skringilega en ekki þorði ég að mótmæla  fyrr en eftir langa umhugsun enda mikið gáfufólk í fjölskyldunni.

Til að gera langa sögu stutta þá tók þetta ekki nema 3 tíma, glæsilegur útskurður plús steiking. Heimilsfaðirinn stóð við sitt og skar þar til allt var búið enda var frúin að sinna öðrum undirbúning mest allan tímann. Einhver styr stóð þó um blessað járnið en það þarf að skila því aftur á mitt borðið eftir notkun. Einhverjir myndu þó segja að þetta væru afturför frá því síðast en þá voru kökurnar 100. Hvað hefðu þá verið margar á mann?

mfg

h1

nei nei sei sei já já

7 desember, 2008

Já kæru vinir nú kemur bara færsla úr glænýrri HP tölvu. Þið sjáið það náttlega ekkert en skjárinn er svo hreinn og bjartur að annað eins hefur ekki sést í langan tíma. það er nú samt ekki ég sem er svo heppin að eiga slíkan grip, ónei ónei sei sei, skítblönk ný skriðin úr námi og ekki komin með framtíðarstarf. Inga var að fjárfesta í þessu í kreppunni, konan sem sagðist ætla að taka þátt með öðrum í kreppunni þegar hún kæmi heim frá Boston. Ég verð bara áfram að sætta mig við bilaða tölvu, beyglaðan ipod og gamlan bíl með púnterað dekk. Hér er komin  fín hugmynd fyrir þá sem vita ekki aura sinna tal og langar til að gleðja mig um jólin.

mfg

h1

Út með illsku og hatur….

20 nóvember, 2008

Það hljómaði jólalag þegar ég skipti yfir á létt bylgjuna á leið minni heim úr „vinnunni“. Ég meina er þetta ekki aðeins og snemmt? Ég er að vísu búin að hlaða jólalögum inná ipodinn og allt tilbúið þegar þarf. Það eru náttla nokkrar vikur síðan að jólaskrautið var sett upp í mollunum.  Þessi tími þýðir hins vegar bara eitt, það eru að koma jól….nei ég meina próf. Á mánudaginn ræðst það hvort hún Þórdís sé hæf til þess að verða Lyfjatæknir, búin að standa sig alveg ágætlega síðustu 2 ár en mun hún komast alla leið?

Nú er um að gera að fylgjast með. Svo kannski fara að koma inn myndir frá Bandarískri stórborg.

mfg

h1

Nú er bara að sjá hvað gerist

14 nóvember, 2008

,,Viðgerðir og endurbætur verða í brennidepli á næstunni. Margar skemmtilegar minningar gleðja og umfram allt má margt af fortíðinni læra“. Þetta er stjörnuspáin mín á mbl.is. Hef heyrt að foreldrar mínir séu að fara að gera upp baðherbergið. Tími til kominn enda búið að plana í mörg ár og nýtt baðker stendur óhreyft út í bílskúr síðan 2006.

mfg

h1

Boston baby

25 október, 2008

Nú eru mæðgurnar úr Hlyngerði + Claudia úr Fulton í Montreal búnar að vera 3 daga í Boston og Þórdís lifði af 9 tíma í outlettinu þar sem verslað var í 2 ferðatöskur.  Í dag á hins vegar að skoða heiminn og sjá hvað Boston hefur upp á að bjóða annað en ódýrt verð. Að ferð lokinni verður svo haldið heim og tekið þátt í kreppunni af miklum ákafa og ekkert verslað á Íslandi.

Fylgist með í næstu færslu

mfg

h1

Ég bíð enn

19 október, 2008

Enn bólar ekkert á þessu óvænta fé sem mér átti að áskotnast, er ég farin að halda að þar hafi verið átt við sauðkindina en enga rollu hef ég séð í garðinum mínum. Má því leiða líkur að því að stjörnuspánni í 24 stundum sé ekki treystandi enda  kom svo á daginn að  blaðið er hætt að koma út. Spurning hvort að alvöru ástæða þess sé ekki bara út af röngum stjörnuspám og þetta krepputal sé bara til að hylma yfir lélega spádóma.

mfg