Archive for júní, 2006

h1

Geirmundur

28 júní, 2006

Vá maður hvað tíminn líður hratt, júní er bara alveg að verða búin og þá styttist nú í afmæli hjá sumum. Hvar endar þetta?

Þið eruð eflaust að hugsa núna hver þessi áður nefndi Geirmundur sé. En ég er að tala um engann annan en sveiflukónginn úr Skagafirðinum hann Geirmund Valtýsson. Og þá kemur kannski spurningin hvað kemur hann þessu máli við? Jú, ég skellti mér nefnilega á sveitaball með kappanum á laugardagskvöldið í félagsheimilinu Réttinni. Ég og Ragnar bróðir fórum saman, en hann er í sumarbústað á svæðinu þar sem gleðskapurinn fór fram. Ég verð nú að segja að það var nú bara þó nokkuð stuð á liðinu, frítt fyrir konur 50 ára og eldri og nánast allir í sömu ættinni. Og ekki er nú sveitaball gott nema svona ein slagsmál brjótist út, sem að sjálfsögðu gerðist.  Ég held nú samt að salan á aðgöngumiðunum á ballið hafi ekki alveg nægt til að borga hljómsvetinni, ekki nema þeir taki lítið fyrir. Til allra hamingju hefur Geirmundur vinnu í kaupfélaginu 🙂

Við fórum líka á Gullfoss og Geysir, enda stutt hjá, og fyndið hvernig maður hafði þessa staði allt öðruvísi í minningunni, enda rúm 10 ár síðan maður fór síðast á þessa staði.

Jæja þetta var bara svon smá fyrir ykkur sem eru búin að bíða spennt eftir nýju bloggi. Inga þú veist hver þú ert 😉

mfg

h1

Til hamingju pabbi

12 júní, 2006

pabbiEinn enn merkisdagurinn í dag. Hann faðir minn á afmæli í dag. Sem fyrr þegar fólk hefur náð vissum aldri er ekki við hæfi að minnast á hann. Hann fær að sjálfsögðu afmæliskveðjur frá öllum í Hlyngerði

mfg

h1

Greifinn, Brynja og Narnía

8 júní, 2006

Jæja, þá er ekkert að vanbúnaði en að greina frá norðurferðinni sem farin var nú um helgina.

 Á laugardaginn hitti ég hana Þóreyju mína og fórum við aðsjálfsögðu í Brynju og á Greifann og held ég að það hafi aldrei verið borðað eins mikið á Greifanum og við gerðum. Að vísu borðar Þórey fyrir tvo. Síðan rákust við á Friðnýju, Önnu Krístínu og Siggu Svönu, gamlar MA stelpur, alveg fyrir tilviljun. Þórey sá þær í bíl sem við keyrðum framhjá og var nánast snúið við á punktinum til að tala við þær 🙂 gaman af því alltaf jafn hressar.                                                                                                                 

 Á  sunnudaginn var svo haldið til Dalvíkur þar sem haldið var í heimsókn á Dalbæ og svo í langömmuhús. Um kvöldið fór ég svo aftur á Greifann með mömmu og afa. Síðan lagði ég sveit undir fót og hélt til hennar Jónu Heiðu minnar sem ég hafði ekki séð í nær TVÖ ár, agalegt ástand. Jóna bauð upp á Narníu sem ég er lengi búin að ætla að sjá og stóðst hún væntingar mínar 🙂  

Mánudagurinn fór svo í heimferð og almennt bras. Þetta var nú bara smá skrif um atburði helgarinnar og efast ég um að nokkur hafi gaman af að lesa þetta enda kannski meira svona gert fyrir mig.

mfg                                                                                                                                                 

h1

Svei mér þá alla mína daga

2 júní, 2006

Ég hef ákveðið að skella mér norður um helgina. Ég og móðir ætlum að fara í massa djammferð…………nei nú var ég bara að stríða ykkur. Ég og fyrrnefnd móðir mín höfum semsagt fengið leyfi til að fara á nýja volvonum sem prýðir nú stæðið í Hlyngerði 11. Patrolinn góði sem hefur þjónað okkur og þá sérstaklega mér í næstum því tvö ár hefur nú fundið nýja eigendur en er samt innan fjölskyldunnar. Get ekki sagt hvað það var gaman að mæta í skólann og vinnuna á stórum og flottum jeppa og fá stundum spurninguna ,,átt þú'ann?" Ég er þó stoltust af Bláa Ljóninu sem er eðalvalgn og á eflaust eftir að þjóna mér í mörg ár. Blái Mussoinn með númerinu Dalvík er kannski sá bíll sem ég tengdist best og fannst alltaf flottastur. Ég er farin að pæla meira í bílategundum en ég gerði og spái mikið í það hvernig bíla fólk á. Peugeot þekki ég orðið úr margra kílómetra fjarlægð og þarf alltaf að snúa mér við til að sjá undirtegundina.

Jæja þetta var bara svona smá til að bæta upp bloggleysi síðustu daga en mun að sjálfsögðu segja frá hvernig norðurferðin fór.

mfg